This website uses cookies. By using the site you are agreeing to our Privacy Policy.

FUJINON XF23mmF2 R WR

Nett víðvinkilslinsa sem vegur aðeins 180gr og er með hraðan fókus

XF23mmF2 R WR er víðvinkilslinsa með háþróðaðri myndupplausn, sem nær að draga fram full gæði úr Fujifilm X-TRANS CMOS myndflögunni.  Hún er af sömu stærð og með svipað útlit og XF35mmF2 R WR saman mynda þær flotta grúppu af nettum linsum.  Innra fókus kerfið notar skrefmótor*1 til að færa fókus grúppu linsurnar og gefur hraðan og hljóðlátan sjálfvirkan fókus.
Málm ytra byrði gefur tilfinningu fyrir gæðum og styrk, og ljósops hringur og fókushringur hafa verið hannaðir fyrir hámarks notagildi.  Linsan er veðurheld og rykheld og má nota niður í -10°C, og er því kjörin fyrir útimyndatökur.
 
*1 Mótor sem snýst aðeins á föstu horni í takt við rafpúlsmerki, og er notaður fyrir nákvæma stýringu.

Gallerý

Skoða meira